Laust starf skólaliða við Borgarhólsskóla

Laust er til umsóknar starf skólaliða 50-65% starfshlutfall. Í Borgarhólsskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Unnið er að ýmsum áhugaverðum þróunarverkefnum og innleiðingu uppeldisstefnunnar Jákvæður agi.

Laust er til umsóknar starf skólaliða 50-65% starfshlutfall.

Í Borgarhólsskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Unnið er að ýmsum áhugaverðum þróunarverkefnum og innleiðingu uppeldisstefnunnar Jákvæður agi. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://www.borgarholsskoli.is

Við leitum að starfsfólki sem:

  • hefur áhuga á vinnu með börnum
  • hefur lausnamiðaða nálgun á viðfangsefnum
  • er sveigjanlegt
  • er sjálfstætt í vinnubrögðum og sýnir eða býr yfir frumkvæði
  • hefur jákvæðni og starfsgleði að leiðarljósi. ´

Umsækjendur verða einnig að:

  • vera skipulagðir, stundvísir, heilsuhraustir og snyrtilegir í umgengni
  • hafa færni til jákvæðra samskipta við nemendur, foreldra og samstarfsfólk.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 27. desember 2015
Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is
Ferilskrá skal fylgja umsókn.