Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

Nemendur Borgarhólsskóla voru þátttakendur í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylltu þeir út svokallaða lestrarmiða sem voru á skólabókasafni skólans. Foreldri eða kennari kvittaði á hvern miða og miðinn settur í lestrarkassa á skólabókasafninu. Átakið hófst um síðustu áramót og lauk síðastliðinn mánudag.
Lesa meira

Innritun í framhaldsnám

Forinnritun nemenda í 10. bekk (sem fæddir eru 2000 eða síðar) hefst föstudaginn 4. mars og lýkur sunnudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli sem gengur að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í skólunum um leið og það berst. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Lesa meira

Tónkvíslin 2016

Um liðna helgi fór fram tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal. Þar fór fram hin árlega Tónkvísl sem er söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Grunnskólanemendum víða að er jafnframt boðin þátttaka í þessari veislu í sérstakri grunnskólakeppni. Borgarhólsskóli átti þar glæsilega fulltrúa.
Lesa meira

Hreyfidagur

Borgarhólsskóli er heilsueflandi grunnskóli og liður í því er að minna á mikilvægi hreyfingar. Af því tilefni var haldinn hreyfidagur í gær.
Lesa meira

Starfsfólk á tækninámskeiði

Einn liður í þeim breytingum sem eiga sér stað á yfirstandandi skólaári er innleiðing á tækni í kennslu samhliða fjölbreyttari kennsluháttum. Í upphafi skólaárs voru keyptar um 50 litlar spjaldtölvur sem og þráðlausu neti komið fyrir í öllum skólanum.
Lesa meira

Fræðslufulltrúi í heimsókn

Nú standa yfir breytingar á kennsluháttum á unglingastigi skólans. Þær breytingar eru liður í breytingarferli sem stefnt var að á yfirstandandi skólaári. Lögð er aukin áhersla á ábyrgð nemanda á eigin námi, fjölbreyttari kennsluhætti og aukinn metnað. Markmiðið er áfram bættur námsárangur nemanda.
Lesa meira

Öskudagurinn í skólanum

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Nafnið öskudagur kemur fyrir í íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra. Nemendur og starfsfólk skólans kom upp á búið til vinnu í dag og víða var uppbrot á hefðbundnu skólastarfi í tilefni dagsins.
Lesa meira

Tilkynning vegna samræmdra könnunarprófa

Það er fyrirhuguð breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur, að fenginni tillögu frá Menntamálastofnun, ákveðið að breyta fyrirkomulagi lögbundinna samræmdra könnunarprófa í grunnskólum. Breytingin er tvenns konar.
Lesa meira

100 daga hátíð 1. bekkjar

Í tilefni þess að 1. bekkur hefur verið 100 daga í skólanum héldum við 100 daga hátíð. Af því tilefni höfðum við dótadag og unnum ýmis verkefni með tölunni 100 eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Óveður-skólahald

Vegna óveðursins og ófærðar má gera ráð fyrir mikilli röskun á skólastarfi í dag. Hvetjum við foreldra til að halda börnum sínum heima í dag sé þess nokkur kostur. Skólastjóri
Lesa meira