Heimsókn 4. & 5.bekkjar á sjúkrahúsið og Hvamm

4. og 5.bekkingar hafa verið að heimsækja Hvamm og sjúkrahúsið.
Lesa meira

Laust starf skólaliða við Borgarhólsskóla

Laust er til umsóknar starf skólaliða 50-65% starfshlutfall. Í Borgarhólsskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Unnið er að ýmsum áhugaverðum þróunarverkefnum og innleiðingu uppeldisstefnunnar Jákvæður agi.
Lesa meira

Skólahald

Skólahald með nokkuð hefðbundnu sniði í dag þriðjudag. Athugið að símkerfi og tölvukerfi skólans liggja niðri en ná má í ritara skólans í gsm 892-1628.
Lesa meira

Viðbúnaður vegna slæmrar veðurspár

Í ljósi þess að slæm veðurspá er fyrir næsta sólarhringinn biðjum við foreldra að fylgjast með upplýsingum um skólahald, hér á heimasíðu skólans. Upplýsingar verða settar inn 07.30 í fyrramálið. Í starfsáætlun skólans hér á heimasíðunni má sjá nánar um vinnulag okkar þegar um óveður er að ræða.
Lesa meira

Að venju verkstæðisdagur

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Verkstæðisdagur

Föstudaginn 4. desember verður Verkstæðisdagurinn í Borgarhólsskóla frá kl. 8.15 – 12.00. Jólaverkstæði verða í hverju horni og nemendur Tónlistarskólans munu leika fyrir gesti og gangandi á Stjörnu og Mána. Í fjáröflunarskyni munu nemendur 10. bekkjar reka kaffihús í Salnum. Þar verður hægt að kaupa kaffi, kakó og með því gegn vægu gjaldi. Ekki er tekið við greiðslukortum á kaffihúsi. Við bjóðum alla velkomna í skólann og vonumst til að sjá sem flesta enda einn af föstum liðum í jólaundirbúningnum.
Lesa meira

Vandi er um slíkt að spá

Jólagetraunin 2015 var kynnt á unglingastigi í dag og ber hún heitið Vandi er um slíkt að spá. Næstu þrettán skóladaga fá nemendur á unglingastigi eina spurningu á dag og þurfa að svara henni samdægurs fyrir miðnætti.
Lesa meira

Ljóð unga fólksins

Á degi íslenskrar tungu var opnuð ljóðasýning á Bókasafni Húsavíkur. Nemendur lásu upp ljóð og sýndu afrakstur vinnu sinnar.
Lesa meira

Húrra fyrir minni sóun

Eins og við sögðum í haustbyrjun vildum við tíma til að átta okkur hvernig ruslaflokkun yrði best fyrirkomið í skólanum.
Lesa meira

Ljóð unga fólksins

Ljóð og list eftir nemendur í 4. og 5.bekk sýnd á bókasafnið.
Lesa meira