Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

Lestrarátak Ævars vísindamanns
Lestrarátak Ævars vísindamanns
Nemendur Borgarhólsskóla voru þátttakendur í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylltu þeir út svokallaða lestrarmiða sem voru á skólabókasafni skólans. Foreldri eða kennari kvittaði á hvern miða og miðinn settur í lestrarkassa á skólabókasafninu. Átakið hófst um síðustu áramót og lauk síðastliðinn mánudag.

Nemendur Borgarhólsskóla voru þátttakendur í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Átakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1. - 7. bekk lesa fylltu þeir út svokallaða lestrarmiða sem voru á skólabókasafni skólans. Foreldri eða kennari kvittaði á hvern miða og miðinn settur í lestrarkassa á skólabókasafninu. Átakið hófst um síðustu áramót og lauk síðastliðinn mánudag.

Miðarnir voru sendir til Heimilis og skóla, en starfsfólkið þar munu sjá um að taka við þeim. Því fleiri bækur sem börnin lesa því fleiri miða eiga þau í pottinum. Nemendur máttu lesa hvaða bók sem er; teiknimyndasögur, langa eða stutta sögu, á íslensku eða öðru tungumáli. Markmiðið var að hvetja börn til að lesa.

Í lok átaksins dregur Ævar út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa, Bernskubrek Ævars vísindamanns 2: Árás vélmennakennaranna, sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu - svo það var til mikils að vinna.

Þetta er lestrarátak gert af bókaormi, til að reyna að búa til nýja bókaorma - en það er dýrategund sem má alls ekki deyja út.

Áður en lestrarmiðarnir voru sendir til Reykjavíkur voru dregin út tvö nöfn nemenda skólans og þeir einstaklingar fengu Vísindabók Villa að gjöf. Þeir heppnu voru Heimir Örn og Mikael Laufdal nemendur í 1. bekk.

Nú er bara að lesa meira og dýpra.


Athugasemdir