Tónkvíslin 2016

Harpa Ólafsdóttir
Harpa Ólafsdóttir
Um liðna helgi fór fram tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal. Þar fór fram hin árlega Tónkvísl sem er söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Grunnskólanemendum víða að er jafnframt boðin þátttaka í þessari veislu í sérstakri grunnskólakeppni. Borgarhólsskóli átti þar glæsilega fulltrúa.

Um liðna helgi fór fram tónlistarveisla í Íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal. Þar fór fram hin árlega Tónkvísl sem er söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum. Grunnskólanemendum víða að er jafnframt boðin þátttaka í þessari veislu í sérstakri grunnskólakeppni. Borgarhólsskóli átti þar glæsilega fulltrúa.

Þær Alexandra Dögg Einarsdóttir, Andrea Pétursdóttir og Harpa Ólafsdóttir úr 10. bekk og Elfa Mjöll Jónsdóttir og Sigurbjörg Freyja Friðriksdóttir úr 8. bekk tóku þátt í keppninni og stóðu sig með prýði og voru skólanum sínum til mikils sóma.

Nemendur skólans skipuðu öll vinningssætin í grunnskólakepnninni. Hún Harpa Ólafsdóttir vann keppnina með lagið Dancing on my own. Alexandra Dögg varð í öðru sæti með lagið Listen og Andrea Pétursdóttir varð þriðja með lagið Breakeven. Lagið My heart will go on sem Elfa Mjöll söng var valið vinsælasta lagið í símakosningu.

Líkt og undanfarin ár verður hægt að nálgast myndbönd frá keppninni á veraldrarvefnumþegar fram líða stundir.

Harpa

Alexandra Dögg

Andrea

Elfa Mjöll

Sigurbjörg Freyja

Myndir af facebooksvæði 641.is