- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Einn liður í þeim breytingum sem eiga sér stað á yfirstandandi skólaári er innleiðing á tækni í kennslu samhliða fjölbreyttari kennsluháttum. Í upphafi skólaárs voru keyptar um 50 litlar spjaldtölvur sem og þráðlausu neti komið fyrir í öllum skólanum.
Starfsfólk skólans stendur misvel þegar kemur að tækni og tölvum og því var haldið námskeið fyrir starfsfólk varðandi innleiðingu á tækni í skólastarfi. Allt starfsfólk sem kemur að kennslu sótti námskeiðið og gekk það mjög vel.
Þær Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir kennarar í Brekkuskóla voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Nokkrir nemendur á unglingastigi Brekkuskóla voru jafnframt til aðstoðar. Við færum þeim bestu þakkir fyrir gott innlegg.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |