- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Borgarhólsskóli er heilsueflandi grunnskóli og liður í því er að minna á mikilvægi hreyfingar. Af því tilefni var haldinn hreyfidagur í gær.
Nemendum bauðst að fara á, bæði svig- og gönguskíði, sund, Hjarðarholtstún að renna sér, Íþróttahöllina í hvers konar hreyfingu og leiki á sparkvöllunum við skólann. Nemendur lögðu rækt við hefðbundið nám í fyrstu kennslustund á meðan sól hækkaði sig á himninum. Að henni lokinni fóru nemendur á þá staði sem þeir völdu og á stjá fram að hádegi.
Dagurinn heppnaðist mjög vel og hafa nemendur þegar óskað eftir öðrum hreyfidegi. Það er því ástæða til að hvetja foreldra og nemendur til að leggja rækt við hreyfinguna ekki síst þegar veður er með allra besta móti líkt og undanfarna daga.
Hér má sjá myndir frá deginum - Myndaalbúm
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |