- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nú standa yfir breytingar á kennsluháttum á unglingastigi skólans. Þær breytingar eru liður í breytingarferli sem stefnt var að á yfirstandandi skólaári. Lögð er aukin áhersla á ábyrgð nemenda á eigin námi, fjölbreyttari kennsluhætti og aukinn metnað. Markmiðið er áfram bættur námsárangur nemenda.
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi Norðurþings kom í heimsókn í skólann í dag. Hann kynnti sér starfið á unglingastigi, spjallaði við bæði nemendur og starfsfólk og virtist nokkuð sæll. Jón er fyrrverandi kennari við skólann og iðaði í skinninu að fá að kenna og lét það eftir sér eins og sjá má að meðfylgjandi mynd.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |