Nemendur 10. bekkjar í náms- og starfsfræðslu

Alexandra Ada og Arna Védís í handsnyrtingu.
Alexandra Ada og Arna Védís í handsnyrtingu.
Undanfarið hafa nemendur 10. bekkjar unnið að ýmsum verkefnum tengt náms- og starfsfræðslu. Nemendur hafa m.a. farið í greiningarvinnu sem leiðir þá að því starfi sem þeir hafa mestan áhuga á. Samhliða þessu skoða nemendur leiðir að því starfi, undir leiðsögn námsráðgjafa.

Undanfarið hafa nemendur 10. bekkjar unnið að ýmsum verkefnum tengt náms- og starfsfræðslu. Nemendur hafa m.a. farið í greiningarvinnu sem leiðir þá að því starfi sem þeir hafa mestan áhuga á. Samhliða þessu skoða nemendur leiðir að því starfi, undir leiðsögn námsráðgjafa.

Nemendur velta fyrir sér hvort þeir aðhyllast bók- eða verklegt nám, á svið félags- eða raunvísinda o.fl. Þeir velta fyrir ýmsum störfum meðal annarra starrfa og leita að tengingu þeirra á milli til að átta sig á mikilvægi allra starfa í samfélaginu.

Nemendur fóru í vinnustaðaheimsóknir í fyrirtæki og stofnanir sem þeir höfðu valið eða sýndu áhuga á. Það var margt sem vakti athygli þeirra í hinum ólíku störfum, hvort sem það var andlitsbað, nudda verki úr lúnum fótum eða allur tíminn sem fer í að taka skurnina af 100 eggjum. Borgarhólsskóli færir þeim fyrirtækjum og stofnunum bestu þakkir fyrir að taka á móti nemendum sínum.

Ragnhildur Halla heimsótti Curio og sauð saman festingu fyrir fiskvinnsluvél

Kristófer Máni heimsótti Mannvit og yfirfór viðbragðsáætlun fyrir Íþróttahöllina

Eins og undanfarin ár fara nemendur 10. bekkjar í áhugasviðskönnun sem námsráðgjafi leggur fyrir. Þannig má greina áhugasvið hvers og eins sem leiðir að ákveðinni niðurstöðu. Bendill er áhugasviðskönnun sem er mats- og upplýsingakerfi og er hannað til að aðstoða þá sem taka þurfa ákvarðanir um nám eða starfsvettvang. Þar sem nemendur þurfa að fara að ákveða frekara nám og sækja um skólavist þá er Bendill góð aðstoð í þeirri ákvarðanatöku. Bendil má nota annarsvegar til að meta starfsáhuga og hinsvegar til að afla upplýsinga um nám og störf en þar má finna starfslýsingar (300) og allar námsgreinar sem eru í boði á framhalds- og háskólastigi. Rannsóknir sýna að áhugasviðskannanir komi nemendum að notum við námsval á þrjá vegu. Í fyrsta lagi aðstoðar hún þá við að greina áhugasvið sitt og ýmist víkka út eða þrengja námsvalið. Í öðru lagi staðfestir hún eða ekki ákveðnar hugmyndir þeirra um námsval og að síðustu getur hún verið gott tæki til að fá frekari ráðleggingar og ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa varðandi námsval. Nemendur voru mjög áhugasamir um könnunina og var þátttaka þeirra góð og má segja að niðurstöður hafi komið nokkrum þeirra á óvart en öðrum ekki enda þeir þá komnir með fastmótaðar hugmyndir um frekara nám. Nánari upplýsingar um Bendil á finna HÉR.

Hér má sjá dæmi um niðurstaða úr Bendli.


Athugasemdir