Stóra upplestrarkeppnin

Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar 2016
Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar 2016
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Grunnskólunum á Bakkafirði og Þórshöfn og Þingeyjarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í gær í Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Grunnskólunum á Bakkafirði og Þórshöfn og Þingeyjarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.

Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. En í þriðju og síðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja. Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur og Þingeyjarskóla voru með tónlistaratriði.

Í fyrsta sæti var Auður Friðrika Arngrímsdóttir úr Þingeyjarskóla, í öðru sæti var Elísa Rafnsdóttir úr Borgarhólsskóla og þriðja sæti skipaði Þráinn Maríus Bjarnason úr Þingeyjarskóla. Lesarar úr Borgarhólsskóla. Auk Elísu voru þau Elín Anna Óladóttir, Lára Hlín Svavarsdóttir og Mikael Frans Víðisson fulltrúar Borgarhólsskóla og voru þau öll skólanum til mikils sóma.

Elísa

Elín Anna

Lára Hlín

Mikael Frans