Styrkir

Það er ánægjulegt frá því að segja að Borgarhólsskóli hefur hlotið þrjá styrki sem nýttir verða næsta skólaár.

Það er ánægjulegt frá því að segja að skólinn hefur fengið þrjá styrki fyrir næsta skólaár. Samfélagssjóður Landsvirkjunar styrkir skólann um 300 þúsund krónur til kaupa á tæknilego og námskeiði fyrir kennara til að kenna á tæknilegoið. Sprotasjóður styrkir Survivor verkefnið sem er 2-3 daga vorverkefni unglingadeildar þar sem keppt er í ýmsum þrautum i liðum. Þá hefur endurmenntunarsjóður grunnskólann styrkt skólann um 450 þúsund til endurmenntunar starfsfólk í stærðfræði, lesskilningi, raddbeitingu og jákvæðum aga.