05.01.2018
Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira
22.12.2017
Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Vonandi njóta allir jólanna í faðmi fjölskyldu og vina.
Kennsla hefst fimmtudaginn 4. jan. 2018.
Hátíðarkveðjur, starfsfólk Borgarhólsskóla
Lesa meira
20.12.2017
Nám og kennsla er gjarnan með óhefðbundnu sniði í aðdraganda jóla. Nemendur vinna með kostnað við jólin, syngja jólalögin, svara getraunum, föndra hvers konar jólaskraut og lita jólamyndir og margt fleira.
Lesa meira
19.12.2017
Úrslit í jólagetraun unglingastigs 2017 voru kynnt í dag, þriðjudag. Í getrauninni voru birtar 12 ólíkar spurningar. Í upphafi voru um 20 nemendur sem tóku þátt og var þátttaka sæmileg. Nemendur skiluðu svörum sínum með rafrænum hætti. Margir lögðu mikið á sig sem er ákaflega ánægjulegt.
Lesa meira
18.12.2017
Til að greina að hluti notum við ákveðið fyrirbæri. Þó aðeins ef þeir eru merkingalega nátengdir. Hvað þá ef sá síðari er afleiðing hins eða jafnvel andstæða. Þegar maður þarf að telja upp nokkra hluti þá er fyrirbærið gjarnan notað. Þó aðeins þá liði sem eiga saman. Fyrirbærið á sér samheiti sem er samsett orð. Það orð er annarsvegar samansett úr nafni á hundi í frægum barnabókum sem Eric Hill er höfundur að og hinsvegar nafnorð af sögninni í síðustu setningu Snorra Sturlusonar. En hvert er fyrirbærið?
Lesa meira
15.12.2017
Það gaman að giska, reyna að hugann og hugsa. Það eru getraunir í gangi í öllum skólanum. Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fá umferðargetraun. Þeir eiga að svara fimm fjölvalsspurningum varðar umferðina og umferðaröryggi. Nemendur í fjórða til sjöunda bekkjar fá húsagetraun þar sem þeir fá fimm opnar spurningar varðandi ýmsar byggingar, bæði sem enn standa og búið er að rífa, á Húsavík. Við þökkum Landsbankanum fyrir samstarfið í þessum getraunum en tveir nemendur í hverjum árgangi verða dregnir út og vinna þeir til vinninga. Nemendur eiga að skila svörum við getraununum næstkomandi mánudag.
Lesa meira
15.12.2017
Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu var vinnutími langur í verksmiðjum í Evrópu. Hinsvegar voru engar slíkar á Íslandi fyrren í upphafi þeirrar tuttugustu. Þó er þekkt að börn allt niður að 7 ára aldri voru látin vinna fyrir þann tíma. Það var algengt að láta börn vinna á sumrin; sitja yfir ám og reka þær í hagann og heim aftur.
Á þessum tíma var borgarastéttin að missa völdin og fólki bannað að leggja niður vinnu og krefjast hærri launa og betri kjara. Þó að hreyfing fólks um bætt kaup og kjör hafi ekki litið dagsins ljós með formlegum hætti á Íslandi þá eru til dæmi um slík samtök fyrir upphaf 20. aldar á landinu sem tengjast bændum og vinnufólki. En hvar átti þetta sér stað?
Lesa meira
14.12.2017
Sama ár og Ísland fékk fullveldi lýsti landið yfir sjálfstæði en síðar var það hernumið. Það fékk þó sjálfstæði aftur eftir að Björgvin fæddist. Árið 1994 steig það á svið í fyrsta skipti en landið hefur sterkar taugar til Íslands og tengingu við skólann. Hvert er landið?
Lesa meira
12.12.2017
Þú stendur við austurandyri skólans og horfir á Framhaldsskólann. Þú snýrð þér rangsælis í 90°. Þú gengur hundrað metra. Þú snýrð þér réttsælis um 270° og gengur 70 metra. Þaðan gengur þú götuna á enda til norðurs að næsta götu. Þú snýrð þér í átt að fjallinu og gengur 100 metra. Þar beygir þú í norður og gengur þá götu á enda. Þar sérð þú gamalt íbúðarhús beint í vesturátt. Hvað kallast húsið?
Lesa meira
11.12.2017
Árið 1996 voru þeir 5702, árið 2004 voru þeir orðnir 12906 og tíu árum síðar 30979. En hverjir eru þeir?
Lesa meira