Samskóladagur allra skólastiga

Á föstudaginn mættu rúmlega 100 kennarar alls staðar að úr Þingeyjarsýslu í Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem Þekkingarnetið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu saman að samskóladegi. Dagurinn er partur af Evrópuverkefninu Cristal þar sem áhersla er á að koma tæknimennt, frumkvöðlafræðum og sjálfbærni inní kennslu á öllum skólastigum.
Lesa meira

Cristal – skipulagsdagur

Næstkomandi föstudag er skipulagsdagur í skólanum og nemendur mæta ekki til starfa í skólann. Dagurinn er samskóladagur þar sem starfsfólk nokkurra skóla á svæðinu kemur saman til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira

Lús í skólanum

Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann. Nánari upplýsingar veitir skólahjúkrunarfræðingur.
Lesa meira

Syngjandi nemendur

Söngurinn lengir lífið er Íslendingum kunnugt. Nemendur 1. til 7. bekkjar hittust á söngsal í morgun til að syngja, dilla sér og hafa gaman. Nemendur sjöunda bekkjar heimsóttu nemendur í fyrsta bekk og nemendur sjötta bekkjar nemendur í þriðja bekk og buðu þeim með á sal. Nemendur í tíunda bekk fengu jafnframt að syngja með.
Lesa meira

Valgreinar í 8. – 10. bekk

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Fyrsti dagurinn hjá fyrsta bekk

Fyrsti bekkur mætti í skólann í fyrsta sinn á hefðbundinn skóladag. Nemendur sögðu frá sumarfríinu sínu, teiknuðu mynd og skrifuðu svo við myndina.
Lesa meira

Borgarhólsskóli settur

Haustið kallaði saman nemendur, foreldra og starfsfólk Borgarhólsskóla í dag við upphaf skólaársins 2017 – 2018. Sólin skein skært, íslenski fáninn við hún og ákveðin spenna í loftinu núna þegar skólastarf er hafið með hefðbundnum hætti. Framundan eru ný ævintýri.
Lesa meira

Skólaárið 2017 - 2018

Skólaárið 2017-2018 í Borgarhólsskóla hefst 22. ágúst næstkomandi. Skólastjóri tekur á móti öllum nemendum kl. 15:30 við vesturinngang. Nemendur 2. - 10. bekkjar hitta síðan kennara sína í skólastofur þar sem þeir fá nauðsynlegar upplýsingar. Nemendur sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta bekk verða boðaðir í viðtal af umsjónakennara.
Lesa meira

Grunnskólakennara vantar

Um er að ræða tvær tímabundnar stöður vegna leyfa og forfalla. Afleysingastaða 100% starf, næsta skólaár og 100% afleysingastaða til áramóta.
Lesa meira

Innkaupalistir haustið 2017

Hér má nálgast innkaupalista fyrir haustið 2017.
Lesa meira