06.06.2018
Nemendur í fyrsta bekk hafa verið í lestrarátaki enda ákveðin áskorun að fá börnin til að lesa þegar sólin hækkar á lofti. Tilgangurinn er að ýta undir lestraráhuga barnanna. Hvers konar spennandi verkefni biðu nemenda og foreldra á facebook síðu foreldrahópsins þar sem gefin voru fyrirmæli um hvernig skyldi haga lestrinum þann daginn.
Lesa meira
05.06.2018
Nemendur sjöunda bekkjar bekkjar fóru nýlega í þriggja daga skólabúðir í Mývatnssveit. Þar voru þeir við leik og störf ásamt nemendum úr Grunnskóla Raufarhafnar og nemendum úr Reykjahlíðarskóla.
Lesa meira
30.05.2018
Nemendur sjötta bekkjar fóru nýverið til Raufarhafnar í skólabúðir. Nemendur úr Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit fóru með í ferðina. Eitt af markmiðum skólabúðanna er að koma á og styrkja tengsl meðal barna og ungmenna á svæðinu.
Lesa meira
22.05.2018
Skólinn auglýsir ýmis störf laus til umsóknar; skólaliða, kennara, stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið og hvetja aðra sömuleiðis.
Lesa meira
18.05.2018
Háskólinn í Reykjavík hóf verkefni sem tengist því að fá konur til náms og starfa í tæknigeiranum. Liður í því er verkefnið Stelpur og tækni. Í því felst að bjóða stúlkum í níunda bekk grunnskóla á kynningu í háskólanum og í tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Ský og Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar að verkefninu sem er alþjóðlegt.
Lesa meira
18.05.2018
Nemendur fjórða bekkjar fór í sveitaferð í vikunni. Ferðin er fastur liður í starfinu. Farið var í rútu að Grenjaðarstað þar sem nemendur fengu leiðsögn um gamla bæinn hjá Snorra Guðjónssyni, minjaverði. Ekið var í Hraunkot í Aðaldal þar sem Kolbeinn bóndi tók á móti hópnum. Nemendur skoðuðu kindur og lömb, kýr og kálfa. Sömuleiðis kanínur. Ferðin endaði í Saltvík á hestbaki.
Lesa meira
15.05.2018
Síðustu daga hafa nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að fræðast um landnám Íslands. Þeir fengu fræðslu um fyrstu landnámsmennina, hvar þeir höfðu aðsetur o.fl. Sömuleiðis hafa krakkarnir verið að kynnast upphafi byggðar á Húsavík og skoðað elstu húsin í bænum.
Lesa meira
15.05.2018
Skólaárið er senn á enda og annað tekur við með nýjum nemendum sem hefja sína grunnskólagöngu. Börn fædd árið 2012 og foreldrum þeirra er boðið að koma í innritun á skrifstofu skólans, 2. hæð.
Lesa meira
30.04.2018
Íþróttakennarar skólans standa fyrir svokölluðum litlu ólympíuleikum til að efla hreysti og að taka þátt í keppnisgreinum fyrir framan áhorfendur. Það má segja að verkefnið sé liður í að efla sjálfstraust og styrkja hvern nemanda, læra að gera mistök og etja kappi við sjálfan sig og aðra.
Lesa meira
20.04.2018
Í liðinni viku voru þemadagar í skólanum með áherslu á allskonar íslenskt. Nemendum var skipt í tvennt; annarsvegar nemendur í fyrsta til fimmta bekk og sjötta til tíunda bekk hinsvegar. Kennarar undirbjuggu fjölbreyttar stöðvar og nemendur gátu ýmist valið sér viðfangsefni út frá áhuga eða fóru í hringekju.
Lesa meira