- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í fyrsta bekk hafa verið í lestrarátaki enda ákveðin áskorun að fá börnin til að lesa þegar sólin hækkar á lofti. Tilgangurinn er að ýta undir lestraráhuga barnanna. Hvers konar spennandi verkefni biðu nemenda og foreldra á facebook síðu foreldrahópsins þar sem gefin voru fyrirmæli um hvernig skyldi haga lestrinum þann daginn.
Fyrsta daginn var verkefnið að lesa með sundgleraugu og næsta dag undir borði. Foreldrar voru beðnir um að setja myndir af börnum sínum við lesturinn sem nemendur skoðuðu svo saman í skólanum daginn eftir. Þetta verkefni vakti aukinn áhuga á lestri hjá börnunum og gleði. Framundan er gott sumar og mikilvægt að halda lestrinum að börnum á öllum aldri í allt sumar til að viðhalda lestrarkunnáttu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |