- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í liðinni viku voru þemadagar í skólanum með áherslu á allskonar íslenskt. Nemendum var skipt í tvennt; annarsvegar nemendur í fyrsta til fimmta bekk og sjötta til tíunda bekk hinsvegar. Kennarar undirbjuggu fjölbreyttar stöðvar og nemendur gátu ýmist valið sér viðfangsefni út frá áhuga eða fóru í hringekju.
Nemendur fóru í ratleik á stóra bókasafninu og áttu gæðalestrarstund. Sömuleiðis fóru nemendur í hvers konar gamla íslenska leiki á Safnahúsinu. Nemendur kynntu sér íslenskt grín, þætti og kvikmyndir, teiknuðu myndasögur og hlustuðu, dönsuðu við og veltu fyrir sér íslenskum eurovision lögum. Fjallað var um húsvíska tónlistarmenn í víðu samhengi og farið í vettvangsferð í Gamla Samkomuhúsið. Nemendur endurgerðu leikrit, kynntu sér íslenska tónlist með margvíslegum hætti, unnu með íslenskt bakkelsi, skáru út fugla og svo margt miklu fleira.
Dagskráin var brotin upp með hvers konar hreyfingu og söng. Dagarnir tókust reglulega vel og fundu margir nemendur viðfangsefni við hæfi og þótti gott að fá aukna fjölbreytni og sömuleiðis að stýra eigin námi. Myndir og myndbönd frá dögunum má finna á facebook síðu skólans.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |