- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Síðustu daga hafa nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að fræðast um landnám Íslands. Þeir fengu fræðslu um fyrstu landnámsmennina, hvar þeir höfðu aðsetur o.fl. Sömuleiðis hafa krakkarnir verið að kynnast upphafi byggðar á Húsavík og skoðað elstu húsin í bænum.
Farið var í Safnahúsið í námsferð þar sem Sif Jóhannesdóttir tók á móti hópnum. Hún sýndi krökkunum safnið og fræddi börnin um dýr og hluti sem landnámsmenn höfðu með sér til Íslands. Hún sagði þeim söguna um Hrafna Flóka sem börnunum þótti mjög áhugaverð. Hjálmar Bogi fór í stutta sögugöngu um bæinn og fræddi nemendur um gömul hús, heiti og sögu þeirra og ýmis kennileiti. Nemendur munu áfram vinna í þessu næstu daga.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |