- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur sjötta bekkjar fóru nýverið til Raufarhafnar í skólabúðir. Nemendur úr Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit fóru með í ferðina. Eitt af markmiðum skólabúðanna er að koma á og styrkja tengsl meðal barna og ungmenna á svæðinu.
Viðfangsefni í ferðinni er jarðfræði, náttúra og goðafræði. Fyrsti áfangastaður er Gljúfrastofa í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þaðan er ekið á Kópasker og Skjálftasetrið skoðað. Gist er eina nótt á Raufarhöfn í Félagsheimilinu Hnitbjörg. Farið er í ratleik, sund, fulgaskoðun og gönguferðir. Mikil áhersla er lögð á að nemendur vinni saman og kenni hver öðrum í gegnum leik og starf. Í tengslum við goðafræði skoða nemendur Heimskautsgerðið. Hópurinn snæddi kvöldverð á Kaupfélaginu. Ferðin gekk reglulega vel og stóðu krakkarnir sig með sóma.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |