- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Íþróttakennarar skólans standa fyrir svokölluðum litlu ólympíuleikum til að efla hreysti og að taka þátt í keppnisgreinum fyrir framan áhorfendur. Það má segja að verkefnið sé liður í að efla sjálfstraust og styrkja hvern nemanda, læra að gera mistök og etja kappi við sjálfan sig og aðra.
Hvert teymi, að fyrsta bekk undanskyldum á sinn keppnisdag. Keppnisgreinar reyna að fjölbreytta vöðvahópa og ólíka getu.
Meðal keppnisgreina voru; hlaup, planki, armbeygjur, krabbastaða, hanga (hreystigreip), kaðlaklifur, halda fótbolta á lofti, halda blakbolta á lofti, sipp, kasta í körfu, kasta handbolta í hring, standa á höndum og hoppa yfir lækinn (langstökk).
Það var mikið fjör í Íþróttahöllinni alla vikuna og fullt af smáum og stórum sigrum sem unnust þessa daga, sumir tóku þátt í fyrsta skipti, aðrir sáu að þeir gætu tekið þátt í fleiri greinum og allir fóru heim með góðan lærdóm og aukið sjálfstraust eftir daginn.
Myndir má sjá hér.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |