15.12.2017
Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu var vinnutími langur í verksmiðjum í Evrópu. Hinsvegar voru engar slíkar á Íslandi fyrren í upphafi þeirrar tuttugustu. Þó er þekkt að börn allt niður að 7 ára aldri voru látin vinna fyrir þann tíma. Það var algengt að láta börn vinna á sumrin; sitja yfir ám og reka þær í hagann og heim aftur.
Á þessum tíma var borgarastéttin að missa völdin og fólki bannað að leggja niður vinnu og krefjast hærri launa og betri kjara. Þó að hreyfing fólks um bætt kaup og kjör hafi ekki litið dagsins ljós með formlegum hætti á Íslandi þá eru til dæmi um slík samtök fyrir upphaf 20. aldar á landinu sem tengjast bændum og vinnufólki. En hvar átti þetta sér stað?
Lesa meira
14.12.2017
Sama ár og Ísland fékk fullveldi lýsti landið yfir sjálfstæði en síðar var það hernumið. Það fékk þó sjálfstæði aftur eftir að Björgvin fæddist. Árið 1994 steig það á svið í fyrsta skipti en landið hefur sterkar taugar til Íslands og tengingu við skólann. Hvert er landið?
Lesa meira
12.12.2017
Þú stendur við austurandyri skólans og horfir á Framhaldsskólann. Þú snýrð þér rangsælis í 90°. Þú gengur hundrað metra. Þú snýrð þér réttsælis um 270° og gengur 70 metra. Þaðan gengur þú götuna á enda til norðurs að næsta götu. Þú snýrð þér í átt að fjallinu og gengur 100 metra. Þar beygir þú í norður og gengur þá götu á enda. Þar sérð þú gamalt íbúðarhús beint í vesturátt. Hvað kallast húsið?
Lesa meira
11.12.2017
Árið 1996 voru þeir 5702, árið 2004 voru þeir orðnir 12906 og tíu árum síðar 30979. En hverjir eru þeir?
Lesa meira
11.12.2017
Á fyrsta stigi er tíðni tveggja hluta mjög há. Á öðru stigi fer tíðni annars hlutarins hratt lækkandi á meðan tíðni hins hlutarins stendur í stað en á þriðja stigi fer tíðni þess hlutar jafnframt lækkandi þar til jafnvægi er aftur náð á fjórða stigi. Á meðan líður tíminn. Annar hluturinn þarf hinsvegar að vera hærri en hinn til langframa. Um hvað er spurt?
Lesa meira
08.12.2017
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira
08.12.2017
Borgarhólsskóli hóf þróunarverkefni árið 2011 með það að markmiði að efla stuðning við nemendur með adhd. Unnið var í verkefninu árið 2011 til og með 2013. Síðan þá hefur það verið fastur liður í starfi skólans.
Lesa meira
07.12.2017
Kerfið liggur í allar höfuðáttirnar og skiptist í tvo flokka en allt innan sama flokks liggur samsíða. Annar flokkurinn inniheldur fjórum sinnum fleiri eintök en í hinum. Um hvað er spurt?
Lesa meira
06.12.2017
Spurt er um fyrirbæri. Saman mynda þessi fyrirbæri kerfi utan um ákveðna grind. Skipta má þessum fyrirbærum í þrjá undirflokka eftir eiginleikum. Fyrirbærin geta verið mislöng. Sum þeirra hreyfast meira en 5 sinnum á hverri sekúndu.
Lesa meira
05.12.2017
Nú fást nemendur við kortlæsi. Hér fyrir neðan má sjá mynd. Hvað eiga löndin sem eru merkt hvít sameiginlegt?
Lesa meira