- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn 6. febrúar ár hvert. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu. Betra net byrjar hjá þér!
Snjallsímaeign er nokkuð almenn meðal allra nemenda og mikilvægt að skólinn sýni frumkvæði og foreldrar hvattir til að eiga samtal um símanotkun og samfélagsmiðla heima fyrir.
Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk hafa allir horft stuttmyndina Myndin af mér. Stuttmyndin er úr smiðju þeirra sem gerðu fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Þessi hálftíma stuttmynd er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og áhrifin sem slíkt hefur á líf þeirra sem fyrir því verða. Eftir áhorf var tekið samtal við nemendur um myndina, samfélagsmiðla og símanotkun.
Nemendur í fjórða og fimmta bekk fengu stuttan fyrirlestur um samfélagsmiðla, sér í lagi snapchat. Þeir unnu verkefni og klípusögur varðandi einelti og birtingarmyndir þess.
Við viljum benda á viðmið sem Umboðsmaður barna, Barnaheill Save the Children á Íslandi, fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð viðmiða, vegna umfjöllunar um börn á samfélagsmiðlum. Viðmiðin eru hugsuð sem heilræði fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Lykilorðin fjögur eru friðhelgi, samþykki, ábyrgð og öryggi. Höfum þau í huga þegar við deilum efni um börn á samfélagsmiðlum. Sjá hér fyrir neðan.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |