Stúlkur og tækni

Háskólinn í Reykjavík hóf verkefni sem tengist því að fá konur til náms og starfa í tæknigeiranum. Liður í því er verkefnið Stelpur og tækni. Í því felst að bjóða stúlkum í níunda bekk grunnskóla á kynningu í háskólanum og í tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Ský og Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar að verkefninu sem er alþjóðlegt.
Lesa meira

Skreppa í sveitina

Nemendur fjórða bekkjar fór í sveitaferð í vikunni. Ferðin er fastur liður í starfinu. Farið var í rútu að Grenjaðarstað þar sem nemendur fengu leiðsögn um gamla bæinn hjá Snorra Guðjónssyni, minjaverði. Ekið var í Hraunkot í Aðaldal þar sem Kolbeinn bóndi tók á móti hópnum. Nemendur skoðuðu kindur og lömb, kýr og kálfa. Sömuleiðis kanínur. Ferðin endaði í Saltvík á hestbaki.
Lesa meira

Landnám og Húsavík

Síðustu daga hafa nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að fræðast um landnám Íslands. Þeir fengu fræðslu um fyrstu landnámsmennina, hvar þeir höfðu aðsetur o.fl. Sömuleiðis hafa krakkarnir verið að kynnast upphafi byggðar á Húsavík og skoðað elstu húsin í bænum.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda

Skólaárið er senn á enda og annað tekur við með nýjum nemendum sem hefja sína grunnskólagöngu. Börn fædd árið 2012 og foreldrum þeirra er boðið að koma í innritun á skrifstofu skólans, 2. hæð.
Lesa meira

Litlu ólympíleikunum lokið

Íþróttakennarar skólans standa fyrir svokölluðum litlu ólympíuleikum til að efla hreysti og að taka þátt í keppnisgreinum fyrir framan áhorfendur. Það má segja að verkefnið sé liður í að efla sjálfstraust og styrkja hvern nemanda, læra að gera mistök og etja kappi við sjálfan sig og aðra.
Lesa meira

Íslensk(t)-ar í öndvegi

Í liðinni viku voru þemadagar í skólanum með áherslu á allskonar íslenskt. Nemendum var skipt í tvennt; annarsvegar nemendur í fyrsta til fimmta bekk og sjötta til tíunda bekk hinsvegar. Kennarar undirbjuggu fjölbreyttar stöðvar og nemendur gátu ýmist valið sér viðfangsefni út frá áhuga eða fóru í hringekju.
Lesa meira

Góðar gjafir til skólans

Það er mikilvægt fyrir skólann að eiga góða velunnara. En nýlega styrkti Íslandsbanki skólann um kaup á tækni-legói að upphæð 350 þúsund krónur sem skiptist á tvö ár. Sömuleiðis komu Sóroptimistakonur færandi hendi með 50 þúsund krónur sem ætlaðar eru til að styðja við nám fatlaðra nemenda. Við færum þeim okkar bestu þakkir.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp áfimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Viltu kenna textíl?

Laust er til umsóknar 80% starf textílkennara. Mikilvægt er að umsækjendur hafi áhuga á að starfa með börnum, búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi, jákvæðni, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum og séu tilbúnir að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Réttindi til kennslu eru nauðsynleg og reynsla af kennslu er æskileg.
Lesa meira

Leirsniglaráðstefna

Nemendur skólans hanna, smíða og skapa alls konar. Í myndmennt vinna nemendur gjarnan með leir enda leirbrennsluofn í skólanum. Nemendur búa til hvers kona nytja hluti, skrautmuni o.fl. úr leir.
Lesa meira