16.08.2018
Við bjóðum nemendur og foreldra velkomna til starfa á nýju skólaári. Sérstaklega bjóðum við nýja nemendur og foreldra velkomna í Borgarhólsskóla. Skólinn hefst með setningu miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að athöfnin fari fram fyrir framan skólann að vestanverðu. Kennsla hefst fimmtudaginn 23. ágúst samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira
19.06.2018
Skólaárinu 2017 - 2018 er formlega lokið. Nemendur og flest starfsfólk komið í sumarfrí. Starfsfólk mætir aftur til vinnu þann 15. ágúst næstkomandi og upphaf skólaársins 22. þess mánaðar með setningu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn þann 23. þess mánaðar.
Lesa meira
18.06.2018
Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2018 og 2019 liggur fyrir og öllum aðgengilegt. Við hvetjum fólk til að kynna sér dagatalið og bendum sérstaklega á að laugardagurinn 1.desember er skóladagur og skólaárinu lýkur í lok maí.
Lesa meira
08.06.2018
Eitt af verkefnum hvers árs er Hvalaskólinn. Nemendur í fimmta bekk stunduðu nám um hvali, lífríki hafsins o.fl. Unnið var með söguna um Moby Dick og gerð verkefni í tengslum við hana. Nemendur gerðu stóra mósaíkmynd af þessum sögufræga búrhval sem má sjá á Hvalasafninu á Húsavík. Skólinn samþættir ólík viðfangsefni í þessu verkefni s.s. listir, íslensku, samvinnu og útiveru.
Lesa meira
06.06.2018
Nemendur í fyrsta bekk hafa verið í lestrarátaki enda ákveðin áskorun að fá börnin til að lesa þegar sólin hækkar á lofti. Tilgangurinn er að ýta undir lestraráhuga barnanna. Hvers konar spennandi verkefni biðu nemenda og foreldra á facebook síðu foreldrahópsins þar sem gefin voru fyrirmæli um hvernig skyldi haga lestrinum þann daginn.
Lesa meira
05.06.2018
Nemendur sjöunda bekkjar bekkjar fóru nýlega í þriggja daga skólabúðir í Mývatnssveit. Þar voru þeir við leik og störf ásamt nemendum úr Grunnskóla Raufarhafnar og nemendum úr Reykjahlíðarskóla.
Lesa meira
30.05.2018
Nemendur sjötta bekkjar fóru nýverið til Raufarhafnar í skólabúðir. Nemendur úr Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit fóru með í ferðina. Eitt af markmiðum skólabúðanna er að koma á og styrkja tengsl meðal barna og ungmenna á svæðinu.
Lesa meira
22.05.2018
Skólinn auglýsir ýmis störf laus til umsóknar; skólaliða, kennara, stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa. Við hvetjum fólk til að kynna sér málið og hvetja aðra sömuleiðis.
Lesa meira
18.05.2018
Háskólinn í Reykjavík hóf verkefni sem tengist því að fá konur til náms og starfa í tæknigeiranum. Liður í því er verkefnið Stelpur og tækni. Í því felst að bjóða stúlkum í níunda bekk grunnskóla á kynningu í háskólanum og í tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Ský og Samtök iðnaðarins eru samstarfsaðilar að verkefninu sem er alþjóðlegt.
Lesa meira
18.05.2018
Nemendur fjórða bekkjar fór í sveitaferð í vikunni. Ferðin er fastur liður í starfinu. Farið var í rútu að Grenjaðarstað þar sem nemendur fengu leiðsögn um gamla bæinn hjá Snorra Guðjónssyni, minjaverði. Ekið var í Hraunkot í Aðaldal þar sem Kolbeinn bóndi tók á móti hópnum. Nemendur skoðuðu kindur og lömb, kýr og kálfa. Sömuleiðis kanínur. Ferðin endaði í Saltvík á hestbaki.
Lesa meira