Niðurstöður samræmdra könnunarprófa

Nemendur bæði fjórða og sjöunda bekkjar fengu í dag afhendar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn, betra viðmið er að horfa á raðeinkunn nemenda. Raðeinkunn segir til um hvar nemandinn er staddur miðað við þá sem þreyttu prófið. Mörg atriði sem nemendur hafa hæfni til, eru ekki metin í prófunum. Sköpun, frumkvæði, gagnrýnin hugsuna, félagshæfni, þrautseigju, samvinnu o.fl. eru þættir sem samræmd könnunarpróf mæla ekki. Það eru hins vegar allt þættir sem skipta miklu máli í daglegu lífi og eru stór hluti af Aðalnámskrá grunnskóla.
Lesa meira

Litlu jól & jólaleyfi

Nemendur koma saman, eiga notalega stund, syngja og dansa kringum jólatré skólans. Mismunandi tímasetningar hjá árgöngum. Að loknum Litlu jólum halda nemendur og starfsfólk í jólaleyfi. Athugið að tímasetningar er mismunandi eftir teymum.
Lesa meira

Verkstæðisdagur

Nemendur, foreldrar, afar og ömmur, gestir og gangandi býðst að föndra hvers konar jóladót. Kaffihús í sal skólans sem liður í fjáröflun nemenda 10. bekkjar. Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur halda litla tónleika víða um skólann.
Lesa meira

Fullveldishátíð

Fullveldishátíð í skólanum þar sem foreldrar eru hvattir til þátttöku í þessum degi.
Lesa meira

Mæður mæta í 92% samtala

Samtal heimilis og skóla er mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Þar hittast foreldrar, nemandi og kennari og ræða stöðu nemandans. Það er ljóst að mæður mæta einar í meirihluta viðtala samkvæmt skráningu nú í haust. Báðir foreldrar mæta í rúmlega eitt af hverjum þremur og í tæplega einu af hverjum tíu samtölum mæta feður einir. Mæður mæta í 92% samtala og feður í 45% þeirra.
Lesa meira

Skipulagsdagur

Skipulagsdagur starfsfólks. Nemendur í leyfi frá skóla.
Lesa meira

Breyting á skóladagatali

Skipulagasdagur sem vera átti mánudaginn 5. nóvember næstkomandi hefur verið færður til mánudagsins 26. nóvember síðar í mánuðinum. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Lesa meira

Gauragangur hjá tíunda bekk

Nýlega frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Gauragangur í Samkomuhúsinu á Húsavík við reglulega góðar undirtektir. Leikstjóri var Karen Erludóttir sem er nýútskrifuð úr leiklistanámi í Los Angeles. Höfundur verksins er Ólafur Haukur Símonarson. Verkið þekkja margir og það hefur víða verið sett upp. Leikfélag Húsavíkur setti verkið upp 1995 sömuleiðis við góðar undirtektir.
Lesa meira

Tækni & hönnun

Það er margt sem nemendur fást við í skólanum. Nemendur fjórða bekkjar voru í spennandi samstarfsverkefni í textílmennt og tölvuvinnu. Þeir fengu kynningu á teikniforriti og áttu að hanna mynd sem var síðan skorin út í vinylskera. Á sama tíma voru þeir að hanna og sauma sund- eða bakpoka og þeirra eigin merki fest á pokann.
Lesa meira

Vegna nýrra laga um persónuvernd

Í júní síðastliðnum voru samþykkt lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ljóst er að innihald þeirra hefur áhrif á skólastarf, bæði út á við og ekki síður innan hverrar stofnunar sem málið varðar. Í grunninn fjallar löggjöfin um hvernig farið er með persónuupplýsingar, aðgengi að þeim og miðlun. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi.
Lesa meira