- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Í júní síðastliðnum voru samþykkt lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ljóst er að innihald þeirra hefur áhrif á skólastarf, bæði út á við og ekki síður innan hverrar stofnunar sem málið varðar. Í grunninn fjallar löggjöfin um hvernig farið er með persónuupplýsingar, aðgengi að þeim og miðlun. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi.
Hinar nýju reglur staðfesta að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla. Reglurnar munu einnig efla hinn stafræna innri markað Evrópu með því að tryggja öryggi í þjónustu sem veitt er yfir netið og veita fyrirtækjum réttarvissu sem byggist á skýrum og samræmdum reglum.
Í dag barst foreldrum skólans erindi vegna netfanga fyrir nemendur, myndbirtingar á heimasíðu og að nemendur megi fara í bíl/rútu með starfsmanni skólans vegna námsferðar sem viðkemur skólanum. Jafnframt eru foreldrar beðnir um upplýst samþykki að þeir hafi kynnt sér reglur varðandi nýju lögin og sömuleiðis er að finna ítarlegri upplýsingar um málið.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |