- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ára í sveitarstjórnarkosningum. Breytingin er eftirfarandi: Kosningarrétt við kosningar til sveitarstjórnar á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 16 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu. Málið hefur áður verið lagt fram en ekki hlotið brautargengi. Nánar má lesa um málið á vef Alþingis.
Frumvarpið er lagt fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur. Verði frumvarpið að lögum munu aldursmörk kosningarréttar í sveitarstjórnarkosningunum 2018 verða við 16 ára aldur í stað 18 ára eins og nú er. Munu þá nærri því 9.000 manns fá tækifæri til að hafa á kjördegi áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem varða líf þeirra og umhverfi sem ekki njóta þessara grundvallarréttinda lýðræðisins að óbreyttum lögum.
Öllum nemendaráðum grunnskóla og ungmennaráðum sveitarfélaga var sent málið til umsagnar. Nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk hafa unnið að umsögn um málið í samfélagsfræði. Ýmsar ábendingar hafa komið fram, kostir og gallar og sömuleiðis umræður og fræðsla um lýðræði og gagnrýna hugsun. Nemendur unnu í hópum og einnig var hugarflug um málið í víðu samhengi. Frá skólanum mun fara umsögn nemenda við frumvarpið sem verður tekin fyrir í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |