- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það gaman að giska, reyna að hugann og hugsa. Það eru getraunir í gangi í öllum skólanum. Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fá umferðargetraun. Þeir eiga að svara fimm fjölvalsspurningum varðar umferðina og umferðaröryggi. Nemendur í fjórða til sjöunda bekkjar fá húsagetraun þar sem þeir fá fimm opnar spurningar varðandi ýmsar byggingar, bæði sem enn standa og búið er að rífa, á Húsavík. Við þökkum Landsbankanum fyrir samstarfið í þessum getraunum en tveir nemendur í hverjum árgangi verða dregnir út og vinna þeir til vinninga. Nemendur eiga að skila svörum við getraununum næstkomandi mánudag.
Nemendur áttunda til tíunda bekkjar fá spurningu á dag. Samtals tólf spurningar. Spurningarnar eru birtar hér á heimasíðu skólans og á félagssvæði unglinganna á hverjum morgni. Í dag birtist spurning númer ellefu. Farið verður yfir rétt svör og dregnir út vinningshafar næstkomandi þriðjudag. Við þökkum Víkurraf, Viðbót og Skóbúð Húsavíkur fyrir samstarfið varðandi þessa getraun.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |