- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Úrslit í jólagetraun unglingastigs 2017 voru kynnt í dag, þriðjudag. Í getrauninni voru birtar 12 ólíkar spurningar. Í upphafi voru um 20 nemendur sem tóku þátt og var þátttaka sæmileg. Nemendur skiluðu svörum sínum með rafrænum hætti. Margir lögðu mikið á sig sem er ákaflega ánægjulegt.
Að lokum stóðu þrír nemendur eftir með tíu rétt svör og þurfti að draga um hver fengi hvaða verðlaun. Í fyrstu verðlaun var LG Sound bar frá Víkurraf, í önnur verðlaun var úrvals kjöt í poka frá Viðbót og í þriðju verðlaun var gjafabréf frá Skóbúð Húsavíkur að upphæð 10 þús. kr. Við færum þessum fyrirtækjum okkar bestu þakkir fyrir sitt framlag til skólans og nemendum fyrir þátttökuna.
Spurningar og svör má nálgast með því að smella HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |