Samskóladagur allra skólastiga

Fengist við ýmislegt
Fengist við ýmislegt
Á föstudaginn mættu rúmlega 100 kennarar alls staðar að úr Þingeyjarsýslu í Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem Þekkingarnetið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu saman að samskóladegi. Dagurinn er partur af Evrópuverkefninu Cristal þar sem áhersla er á að koma tæknimennt, frumkvöðlafræðum og sjálfbærni inní kennslu á öllum skólastigum.

Á föstudaginn mættu rúmlega 100 kennarar alls staðar að úr Þingeyjarsýslu í Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem Þekkingarnetið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu saman að samskóladegi. Dagurinn er partur af Evrópuverkefninu Cristal þar sem áhersla er á að koma tæknimennt, frumkvöðlafræðum og sjálfbærni inní kennslu á öllum skólastigum. Hópur kennara sem unnið hefur í verkefninu með ÞÞ og NMI kom að deginum með kynningum á prufuverkefnum sem og vinnustofum fyrir kennara.

Meðal þess sem kynnt var til leiks var flott samstarfsverkefni á milli Leikskólans Grænuvalla, Borgarhólsskóla og Framhaldsskólans á Húsavík. Þar voru nemendur í leik- og grunnskóla að vinna saman að sögu, teikna hana upp og nemendur í FSH hjálpuðu þeim að útfæra m.a. með laserskurði, en það verður kynnt betur síðar. Þá var Karítas S. Björnsdóttir húsgagnasmiður, frumkvöðull og starfsmaður við Fab-Lab á Sauðárkróki með skemmtilegt innlegg.

Síðan var haldið í vinnustofur enda markmiðið með deginum að fá kennara til að kynna sér nýja tækni og kennsluaðferðir. Vinnustofur voru með fræðslu og verklegakennslu í bland, en þar mátti meðal annars fræðast um Microbit örgjörvatölvur, þrívíddarprentun, nýsköpunarkeppni grunnskólanna, vínylskurð, Osmo fyrir ipad, plastpokalaust verkefni ofl.

Hjá Þekkingarnetinu stendur hugur til að halda námskeið fyrir kennara í framhaldinu, og óskum við sérstaklega eftir því að heyra í áhugasömum skólum sem gætu hugsað sér slíka þjónustu.

 

(hac.is)