- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Umhverfið okkar í sinni víðustu mynd var yfirskrift þemadaga fyrir skömmu. Nemendum 1. 5. bekkjar var blandað í hópa annarsvegar og nemendum 6. 10. bekkjar hinsvegar. Á báðum stigum fóru nemendur á stöðvar með völdum viðfangsefnum og hreyfingu.
Nemendur á yngra stigi fjölluðu m.a. um endurnýtingu og flokkun. Nemendur bjuggu sér til fjölnota innkaupapoka úr gömlum stuttermabolum og gátu krakkarnir skreytt sinn poka þar sem sköpunargáfan fékk að njóta sín. Markmiðið með þessu verkefni var að draga úr notkun á plastpokum.
Á einni stöð unnu nemendur með flokkun. Nemendur hlustuðu á sögu sem segir af börnum sem voru að undirbúa jólin og hvað það væri sem þyrfti að flokka og endurnýta því samhliða. Nemendur fengu fræðslu um flokkun á heimilissorpi á Húsavík og sögðu sögur af því hvernig sorp væri flokkað á þeirra heimili. Nemendur gerðu veggspjöld þar sem flokkun og útskýringar á flokkun á sorpi kom fram. Sameiginlega útbjuggu nemendur stórt ruslaskrímsli sem enn er verið að safna í endurnýtanlegum pappír.
Nemendur á eldra stigi fræddust um vatn, hringrás þess og eiginleika. Unnið með loftgæði og hvernig má endurnýta ýmsa hluti. Nemendur fóru í göngutúr um Húsavík að skoða manngert umhverfi og skoðuðu gamlar myndir frá Húsavík. Þeir fjölluðu um orkynýtingu, grænan lífstíl, hvað má gera til spara orku o.fl. Til að brjóta upp námið fóru nemendur á söngsal, útileiki og dans.
Smellið HÉR til að sjá myndir sem tengjast verkefninu um vatnið.
Smellið HÉR til að sjá myndir frá grænum lífstíl og orkunýtingu.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |