- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í níunda bekk fjalla um mannréttindi, mannfjölda, menningu, trúarbrögð og fleiri álíka viðfangsefni sem tengist lífi mannsins í samfélagi manna víða á Jörðinni. Nemendum var skipt í hópa og öttu kappi í því hvernig væri best að miðla hvers konar upplýsingum. Upphófst lestur bóka og upplýsingaöflun á netinu.
Fram komu ýmsar skemmtilegar hugmyndir; lyklakippa með upplýsingum, flettispjöld og vefsvæði. Hópurinn sem setti upp vandaða heimasíðu vann miðlunarkeppnina. Hægt er að skoða síðuna HÉR. Hópinn skipuðu Elín Anna Óladóttir, Elísa Rafnsdóttir, Mikael Frans Víðisson og Sebastian Florczyk.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |