- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Íslenski fáninn blakti við hún á fallegum degi. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú Eliza Reid heimsóttu skólann í gær en þau eru í opinberri heimsókn í Norðurþingi. Þau tóku þátt í söngsal með nemendum sem tóku ákaflega vel undir og sungu af hjartans list. Forsetahjónin fengu gjöf frá nemendum fyrsta bekkjar sem þeir afhentu hjónunum á söngsal.
Að því loknu var gengið um skólann, verk nemenda skoðuð og sagt frá skólanum. Forsetahjónunum var boðið í kjöt og karrý sem þau snæddu í mötuneyti skólans. Forsetahjónin báru af sér góðan þokka og vöktu mikla athygli nemenda sem margir báðu um sjálfu með þeim hjónum og eiginhandaráritun. Nemendur Borgarhólsskóla og starfsfólk þakkar forsetahjónunum kærlega fyrir heimsóknina og óskar þeim velfarnaðar á ferðalagi sínu.
Myndband frá söngsal má sjá HÉR.
Myndir, Hafþór Hreiðarsson, 640.is
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |