- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Lesfimiðviðmið eru sett þannig fram að þau sýna stíganda í færni nemenda frá einum bekk til annars. Þetta eru almenn viðmið fyrir nemendur í hverjum árgangi sem endurspegla þær kröfur sem þeir þurfa að mæta á næstu stigum náms.
Viðmið um læsi barna eru verkfæri fyrir nemendur, kennara og foreldra til að fylgjast með framförum, styðja við læsi.
Nemendur skólans hafa undanfarin mánuð þreytt lesfimiprófin. Niðurstöður hvers nemanda liggja fyrir. Gengi í lesfimi er mismunandi milli árganga og víða sem vel gengur og annarsstaðar þar sem verður að bæta í. Almennt benda niðurstöður til þess að foreldrar dragi verulega úr lestri með og fyrir börn sín á sumrin og draga jafnframt úr lestri eftir því sem líður á skólaárið eftir skólabyrjun. Skólinn telur mikilvægt að bæta úr þessu.
Sjá dæmi um viðmið hér að neðan.
Tökum dæmi af nemanda í 4. bekk.
Gert er ráð fyrir að 90% nemenda nái að lesa 80 orð á mínútu sem er lágmarksviðmið.
Sömuleiðis að 50% nemenda nái að lesa 120 orð á mínútu. Það er almennt viðmið.
Þegar nemandi í 4. bekk nær að lesa 145 orð á mínútu hefur hann náð metnaðarfullu viðmiði.
Hér má sjá dæmi um lesfimi nemanda. Í september árið 2016 er nemandi með 126 lesin orð á mínútu. Á skólaárinu 2016-2017 eykur nemandinn lestrarhæfni sína. En svo má sjá hvernig lestrarfimi hans hrakar yfir sumartímann og hann kominn á sama stað og skólaárinu áður.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |