Standa saman í hlutverki verndarans

Í dag, 8. nóvember er forvarnardagur gegn einelti líkt og ár hvert. Í ár klæddust nemendur grænu með vísan í græna karlinn en hann er verndari í Eineltishring Olweusar. Hann stígur upp og mótmælir einelti og stendur með þeim sem eru lagðir í einelti.

Nemendur hittust við gamla andyri skólans og gengu fylktu liði í gegnum bæinn að Húsavíkurkirkju þar sem neðsta hluta af Stóragarði hafði verið lokað. Þar stóðu nemendur saman og höfnuðu einelti með því að segja; EINELTI, NEI TAKK. Nemendur sungu saman skólasönginn.

EINELTI NEI TAKK

Skólasöngur Borgarhólsskóla

Eineltishringur Olweusar