- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Síðastliðna þrjá daga hafa staðið yfir þemadagar. Í dag uppskáru nemendur og fögnuðu með foreldrum og gestum en skólinn var opinn gestum og gangandi í tilefni dagsins þar sem 100 ára fullveldi Íslands er fagnað. Dagskráin hófst með söngsal þar sem ættjarðarlög með sögulega skírskotun voru sungin, þjóðsöngurinn sunginn og jólalög.
Um 900 manns voru saman komin í skólanum í dag, skoðuðu verk nemenda, nutu veitinga og spjölluðu saman. Foreldrar, afar & ömmur, frænkur og frændur, systkini og fleiri góðir gestir gengu um skólann enda margt að sjá.
Nemendur í fyrsta bekk unnu með skjaldamerkið, íslenska fánann og forsetasögu landsins. Þeir tóku viðtöl við hvern annan, perluðu og lituðu skjaldamerkið. Matargerð, áhöld og smákökur voru viðfangsefni nemenda í öðrum og þriðja bekk. Þeir bökuðu smákökur sem gestir gátu gætt sér á, könnuðu mat með íslenska menningu og höfðu til sýnis. Nemendur í fjórða og fimmta bekk unnu með gömul hús á Húsavík og húsagerð. Þeir buðu upp á ljóðalestur og sömdu ljóð.
Hversdagslegt líf aftur um áratugi var viðfangsefni nemenda í sjötta og sjöunda bekk. Þeir unnu með stefnur og strauma hvers áratugar. Þeir gerðu tímalínu sem þeir birtu sem ljósmyndasýningu en ein persóna var fulltrúi hvers árs frá 1918 til dagsins í dag. Jafnframt var neðri gangur eins kona saga þar sem lífi og leik fólks var kynnt. Þeir gerðu tískusýningu, hönnuðu föt og saumuðu. Hundrað ára afmælismerki fullveldisins var hannað og sett á límmiðaform sem gestir fengu gefins.
Aflraunir, jólalög, gömul skólastofa og spil er dæmi um nokkra hlut sem nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar fengust við. Þeir buðu upp á sýningu í glímu og gestum bauðst að reyna á sig í réttstöðulyftu. Til sýnis voru völsungstreyjur þar sem gestir voru beðnir um að skrá sig hvort þeir hefðu leikið í viðkomandi treyju. Nemendur hönnuðu söguspil með merkum atburðum í sögunni og buðu gestum og öðrum nemendum að spila. Eftir efri gangi var tímalína með atburðum í sögunni. Nemendur skoðuðu jólalög aftur í tímann og bjuggu til myndband við jólalög og sömdu jafnframt jólalag og -texta sem var frumflutt.
Þemað sjálft var 100 ára saga þjóðar í víðum skilningi og óhætt að segja að nemendur hafi komið víða við í vinnu sinni. Gestir voru alsælir með viðburðinn og skólinn vill þakka gestum fyrir komuna. Sömleiðis vilja nemendur og starfsfólk þakka öllum þeim sem lögð hönd á plóg við að gera daginn vel heppnaðan með samtölum, myndum og öðrum munum sem fengnir voru að láni.
Ljósmyndari skólans stóð vaktina og hér má sjá nokkrar myndir.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |