20.02.2019
Í bókinni Komdu og skoðaðu líkamann sem einkum er ætluð nemendum í fyrsta og öðrum bekk er fjallað um gerð líkamans, starfsemi hans og þarfir. Nemendur fyrsta bekkjar hafa undanfarið blandað saman íslenskukennslu og samfélagsgreinum og unnið með bókina og efni hennar.
Lesa meira
19.02.2019
Nemendur í tíunda bekk voru fyrir skemmstu að vinna verkefni í dönsku um tísku. Unnið var með orðaforða í tengslum við föt og fylgihluti. Lokaverkefni, sem var hópverkefni, var myndband þar sem hópar gerðu tískusýningu. Að sjálfsögðu allt á dönsku.
Lesa meira
18.02.2019
Nýlega fór fram meistaramót innanhúss í frjálsum íþróttum ellefu til fjórtán ára. Um er að ræða mótaröð en Héraðssamband Þingeyinga átti sex fulltrúa sem allir stóðu sig með sóma.
Lesa meira
14.02.2019
Nokkrir nemendur úr sjötta bekk hafa undanfarið farið í heimsóknir í fyrirtæki, stofnanir og til félagasamtaka. Í upphafi var haldinn fundur með nemendum þar sem þeim bauðst að koma með sínar óskir hvert þeir vildu fara og hvað þeir vildu skoða.
Lesa meira
13.02.2019
Það er mikilvægt að hafa mælitæki í skólastarfi en nú stendur yfir foreldrakönnun Skólapúlssins á starfi Borgarhólsskóla. Til að niðurstöður verði samanburðarhæfar þá þarf svarhlutfall að ná að lágmarki 80%. Lokadagur til að svara könnuninni er 4. mars næstkomandi. Svarhlutfall foreldra skólans er aðeins 52% og viljum við biðja foreldra sem lentu í úrtakinu að svara könnuninni. Þannig nýtist Skólapúlsinn til að gera góðan skóla enn betri.
Lesa meira
12.02.2019
Nemendur skólans þreyttu nýlega könnun á eigin högum. En síðan árið 1992 hafa hagir ungs fólks verið rannsakaðir. Sérstaklega notkun vímuefna. Á tíunda áratug síðustu aldar var vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál í íslensku samfélagi. Forvarnaraðferðir sem beitt hafði verið og miðuðu að því að kenna ungmennum um skaðsemi vímuefnaneyslu, virtust ekki virka sem skyldi.
Lesa meira
05.02.2019
Það eru forréttindi að hafa skíðabrekku í túnfætinum og enn betra að geta notað hana. Nemendur margir hverjir fóru á skíði í dag og undu sér vel. Sömuleiðis fóru nemendur á Hjarðarholtstún með sleða, þotur og gömlu góðu slöngurnar. Það viðraði vel til útivistar og að eiga saman góða stund við góða hreyfingu. Ljósmyndari skólans var að sjálfsögðu í Skálamelnum að mynda.
Lesa meira
05.02.2019
Nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn fyrir skömmu í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Sömuleiðis var farið á starfamessu grunnskóla Akureyrarbæjar sem fór fram í Háskólanum á Akureyri.
Lesa meira
04.02.2019
Nemendur skólans halda áfram að vera fulltrúar lands og þjóðar. Helgina 14-18. febrúar fer fram Norðurlandamótið í skólaskák í Borgarnesi. Kristján Ingi Smárason nemandi í Borgarhólsskóla hefur verið valinn sem annar af tveimur fulltrúum Íslands í flokki 10 ára og yngr
Lesa meira
04.02.2019
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna um lúsasmit í skólann.
Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap. Höfuðlúsin er 2-3 millimetrar að stærð (svipað og sesamfræ), grá eða ljósbrún á lit.
Lesa meira