- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nýlega fóru fram norðurlandsriðlar í Skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar öttu kappi nemendur í skólum utan Akureyrar annarsvegar og hinsvegar á Akureyri. Lið Borgarhólsskóla var skipað þeim Alex Jónssyni, Dagbjörtu Lilju Daníelsdóttur, Heimi Mána Guðvarðssyni og Hildi Önnu Brynjarsdóttur auk varamannanna Jóhannesi Óla Sveinssyni og Sylvíu Lind Henrýsdóttur. Þau voru skólanum sínum til mikils sóma.
Nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk geta valið sér að leggja kapp á skólahreysti en lið skólans ásamt fleiri nemendum hafa lagt kapp á hvers konar hreysti allt skólaárið. Nemendur í níunda & tíunda bekk hafa keppnisrétt. Þjálfari liðsins og kennari í skólahreysti er Anna Björg Lindberg Pálsdóttir.
Alex keppti í dýfum en hann tók 41 dýfu og sigraði þá þraut örugglega, sá í öðru sæti tók 25. Sömuleiðis keppti hann í upphýfingum þar sem hann tók 27 slíkar. Dagbjört Lilja varð í öðru sæti í armbeygjum en hún gerði 35 armbeygjur og geri aðrir betur. Hún keppti sömuleiðis í að hanga eða hreystigreip og hún hékk í tvær mínútur og fimmtán sekúndur. Þau Heimir Máni og Hildur Anna kepptu í hraðabrautinni og fóru hana á góðum tíma eða þremur mínútum og sextán sekúndum. Niðurstaðan varð að Borgarhólsskóli náði öðru sætinu í þessum riðli og á möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina sem það lið sem er með mestan stigafjölda í öðru sæti.
Skólinn þakkar liðinu sínu fyrir góða keppni og óskum við hópnum til hamingju með árangurinn.
Glæsilegir fulltrúar skólans í Skólahreysti sem náðu öðru sæti í sínum riðli.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |