- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Í fyrstu umferð voru lesnar svipmyndir úr skáldsögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson.
Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttir. En í þriðju og síðustu umferð fengu lesarar val um hvaða ljóð þeir vildu flytja. Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur og Þingeyjarskóla voru með tónlistaratriði.
Í fyrsta sæti var Katla Marín Þorkelsdóttir úr Borgarhólsskóla, í öðru sæti var Arndís Inga Árnadóttir úr Þingeyjarskóla og þriðja sæti skipaði Indriði Ketilsson úr Þingeyjarskóla. Lesarar úr Borgarhólsskóla auk Kötlu voru þær Gestur Aron Sörensson, Karítas Embla Kristinsdóttir, Sigurður Helgi Brynjúlfsson og Þórdís Kristin O´Connor fulltrúar skólans og voru þau öll skólanum til mikils sóma.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |