- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nýlega tóku nemendur í tíunda bekk þátt í evrópskri vímuefnarannsókn (ESPAD). Rannsóknin heufr verið lögð fyrir íslensk ungmenni í aldarfjórðung og því til gríðarlega mikið af upplýsingum um vímefnanotkun íslenskra ungmenna. ESPAD rannsóknin er gerð á fjögurra ára fresti, víðsvegar um Evrópu og eru þátttakendur grunnskólabörn á aldrinum 15-16 ára (ESPAD, 2018). Markmið rannsóknarinnar er að skoða vímuefnaneyslu unglinga á Íslandi, með tilliti til samskipta þeirra við foreldra. Vímuefnaneysla er hér notað sem yfirheiti yfir áfengisneyslu og öll önnur ávanabindandi efni.
Niðurstöðurnar rannsóknarinnar þegar hún var síðast lögð fyrir leiddu í ljós að reykingar, áfengis- og vímuefnaneysla hefur farið dvínandi hérlendis undanfarin ár. Einnig benda niðurstöður til þess að góð samskipti séu áhrifaríkur þáttur í að draga úr líkunum á vímuefnaneyslu og virðist vera að foreldrar geti spilað forvarnarlegt hlutverk í lífi barna sinna. Eftir því sem samskipti við foreldra eru betri, því minni líkur eru á að unglingar hafi prufað vímuefni. Upplýsingum á Íslandi hefur verið safnað á fjögurra ára fresti frá árinu 1995 og geta þær gengt lykilhlutverki í áframhaldandi skipulagi á öflugu forvarnarstarfi hér á landi.
Fyrirlögn er gerð í spjaldtölvu og er algjörlega nafnlaus og upplýsingar verða hvorki raktar til einstaklinga né einstakra bekkja. Svo niðurstöður rannsóknarinnar verði samanburðarhæfar við fyrri rannsóknir eru könnunin lögð fyrir alla nemendur í tíunda bekk í öllum grunnskólum á Íslandi. Foreldrar fengu upplýsingar um könnunina áður en hún var lögð fyrir. Það verður áhugavert að rýna í niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |