27.08.2019
Að lokinni skólasetningu fóru nemendur í sínar stofur. Nemendur fyrsta bekkjar hittu kennarana sína ásamt foreldrum. Hópurinn fékk smá kynningu á skólanum og starfinu auk þess gerði hver nemandi verkefni um sig sjálfan. Að því loknu var ávaxtastund, lestur og frímínútur. Foreldrar nutu smá veitinga á kaffistofu og þéttu tengslanetið á kaffistofunni.
Lesa meira
26.08.2019
Sólin skín og íslenski fáninn blaktir við hún. Það er komið að tímamótum með vonum og væntingum. Skólastarfið að hefjast. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri bauð nemendur, foreldra og starfsfólk velkomið til starfa í dag á sal skólans að morgni dags. Sérstaklega bauð hún nýja nemendur og foreldra við skólann velkomna og þá sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta bekk.
Lesa meira
15.08.2019
Frístundavistun er í boði fyrir nemendur í fyrsta til og með fjórða bekk Borgarhólsskóla. Starfið fer fram á efri hæðinni í Íþróttahöllinni við hlið skólans. Frístund opnar kl. 1300 og starfar til kl. 1600. Nemendur í fyrsta bekk fá fylgd á milli húsa en aðrir nemendur mæta sjálfir. Starfsfólk Frístundar sjá um að minna á skipulagt íþrótta- og tómstundastarf sem fer fram á vistunartíma.
After every schoolday students in 1st to 4th grade can go to after school program till 16:00. The program is located at the second floor in sportshall next to our school. First grade will be escorted between houses. After school centre staff remind the students when or if they sport activity with Völsungur.
Lesa meira
12.08.2019
Við bjóðum nemendur og foreldra velkomna til starfa á nýju skólaári. Sérstaklega bjóðum við nýja nemendur og foreldra velkomna í Borgarhólsskóla. Fyrsti skóladagurinn er 26. ágúst. Nemendur í fyrsta til og með fimmta bekk mæta í skólann kl. 8.15 þar sem skólastjóri tekur á móti nemendum í sal og að því loknu hitta nemendur kennarana sína og hefja skóladaginn samkvæmt stundatöflu. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta kl. 9.15 í skólann þar sem skólastjóri tekur á móti þeim áður en þeir hitta kennarana sína og hefja daginn.
We welcome students and parents in the beginning of the school year. New students and parents are specially welcome to Borgarhólsskóli. The first day of school is the 26th of August. At 815 students in first to fifth grade will meet the principal in the hall and their teachers after that to start this first day. At 915 students in sixth to tenth grade will begin their school day in the hall. All students will get their schedule and other necessary documents.
Lesa meira
05.06.2019
Nemendur á öllum aldri voru duglegir að elda úti með heimilisfræðikennaranum. Þá er gengið upp í skógrækt, kveikt upp í og krásir bornar fram. En fyrir nokkrum árum var útbúin þar hugguleg aðstaða til útiveru og eldunar. Fyrir nokkru gaf Kvenfélag Húsavíkur hverskonar búnað til matreiðslu utandyra, s.s. pönnur, grillgrind, ketil og áhöld til verksins. Skólinn þakkar Kvenfélaginu kærlega fyrir gjöfina og minnir á hversu mikilvægt það er að eiga velunnara.
Lesa meira
03.06.2019
Síðastliðinn föstudag lauk skólaárinu 2018 – 2019 í Íþróttahöllinni síðla dags í sól og blíðu. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar komu saman til að hlýða á ræðu Þórgunnar Reykjalín skólastjóra, hitta umsjónakennarana sína og fá vitnisburð skólaársins.
Lesa meira
31.05.2019
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira
31.05.2019
Aðalfundur Foreldrafélags Borgarhólsskóla fór fram í vikunni en það hefur orðið ánægjuleg vakning í starfi félagsins. Endurkjörin í stjórn félagsins voru þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Huld Hafliðadóttir, Katrín Laufdal, Katrín Ragnarsdóttir og Rakel Dögg Hafliðadóttir. Kosning fór fram um fulltrúa foreldra í skólaráð skólans og hlutu þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigríður Hauksdóttir kjör í það.
Lesa meira
28.05.2019
Skóladagatal næsta skólaárs, 2019-2020 liggur fyrir og við hvetjum foreldra til að kynna sér það. Skólabyrjun er áætluð 26. ágúst. Haustfrí er ráðgert 21. – 22. október og Litlu jólin 20. desember.
Next years school calendar for 2019-2020 is available for viewing and we encourage parents to look at that. The school will start on the 26th of August. Winter vacation is on the 21st and 22th of October and we have the last day before Christmas break on the 20th of December.
Lesa meira
27.05.2019
Skólalok nemenda fyrsta til níunda bekkjar fara fram næstkomandi föstudag kl. 17:00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Kennarar afhenda námsmat skólaársins ásamt öðrum gögnum.
The ending of the schoolyear for student in first to ninth grade takes place this coming Friday at 5PM in the Sportshall next to Borgarhólsskóli. Students will have their assessment for this schoolyear.
Lesa meira