- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Landnám Íslands hefur sterka tengingu við Húsavík. Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa verið að rannsaka og læra um landnám Íslands. Þar er lögð áhersla á Húsavík, hinn sænska Garðar Svavarsson og þrælinn hans, Náttfara.
Út frá landnáminu könnuðu nemendur byggðaþróun á Húsavík; hvar fyrstu húsin voru byggð, hvaða hlutverki hin og þessi hús hafa þjónað o.s.frv. Einn liður í þeirri vinnu er stutt húsasöguferð um Húsavík þar sem nemendur skoða gömul hús; hvar fyrsti bæjarstjórinn átti heima, húsið Hallandi með sína sérstöðu og Húsavíkurkirkju sem var byggð árið 1907 og þá gátu allir Húsvíkingar fengið sæti í kirkjunni þegar messað var. Vinna við þetta viðfangsefni hefur verið mjög skemmtileg og nemendur áhugasamir um það.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |