- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert.
Í ár bar göngudaginn upp á miðvikudaginn 11.september en var frestað um sólarhring vegna veðurspár. Það reyndist betra enda fór sólin að skína þegar nemendur hófu sína göngu og hreyfingu; logn, sólin að brjótast í gegnum skýin og hlýnandi veður.
Nemendur fyrsta bekkjar notuðu daginn í sundlauginni til að leika og skemmta sér. Nemendur annars og þriðja bekkjar gengu upp Auðbrekkuna að Skálatjörn. Gangan var krefjandi en skemmtileg. Á leiðinni var sest niður í huggulegum stað og áð. Hópurinn gekk niður Skálamel í gegnum skógarreitinn.
Það eru margar áhugaverðar og skemmtilegar gönguleiðir í kringum Húsavík. Nemendur í fjórða og fimmta bekk gengu sem leið lá upp að Katlavelli. Á golfvellinum fengu krakkarnir sér nesti, nutu svæðisins og léku sér.
Sjöttu og sjöundi bekkur gengur niður í Stangabakkafjöru og upp hjá Norðlenska. Þaðan lá að Pakkhúsinu hvar nemendur fengu sér nesti og héldu svo niður í Gvendarbás. Þar léku nemendur sér við að vaða í sjónum, rannsaka hluti í fjörunni og horfa á bátana sigla inn til hafnar eða út á flóa. Selur á sundi var forvitinn um þessar verur í fjörunni og fannst nemendum spennandi að sjá selinn synda skammt frá landi.
Nemendur áttunda, níunda og tíundabekkjar gengu suður að Haukamýri eftir fjörunni, þaðan upp að Víðimóum og upp á golfvöll áður en haldið var upp að Botnsvatni. Hópurinn stoppaði á völdum stöðum til að hvílast og næra sig.
Rjúkandi kjúklingasúpa beið allra nemenda þegar heim var komið. Margir nokkuð blautir eftir göngu enda blautt á eftir rigningu síðastliðna nótt. Dagurinn var hin ágætasti og allir nemendur tóku þátt. Þeir eru margir litlu sigrarnir og því ber að fagna.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |