- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur sjöunda bekkjar þreyttu samræmt könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í gær og dag. Prófin eru venju samkvæmt tekin í spjaldtölvu. Fyrirlögn gekk reglulega vel. Nemendur mættu jákvæðir og afslappaðir til leiks og gerðu sitt besta.
Samkvæmt 39. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 skal mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum með því að leggja fyrir samræmd könnunarpróf. Í lögunum segir að leggja eigi fram samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk grunnskóla en nemendur í 9. bekk skuli þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.
Með samræmdum könnunarprófum er átt við próf sem meta hæfni allra nemenda með sama hætti og við sambærilegar aðstæður. Tilgangur prófanna er að meta hvernig markmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara, fræðsluyfirvalda.
Með þessari endurgjöf er til dæmis hægt að fá upplýsingar um þekkingu og hæfni hvers nemanda, hvort breyta þurfi áherslum í námi, hvað þurfi að bæta og almennt hver séu gæði menntunar. Nemandi, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta þannig notað niðurstöður prófsins til að ígrunda frekari áherslur í náminu í framhaldinu. Niðurstöður miðast við námsmatsaðferð hverju sinni.
Að loknum prófum gerðu nemendur sér glaðari dag og áttu saman skemmtilega stund fram að hádegi. Boðið var upp á smá góðgæti til að létta lundina.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |