15.03.2019
Hluti af skólastarfi og einn lykilþáttur þess er lýðræði. Einn lítill liður í því er að nemendur fá að velja hvernig matseðill skólans lítur út. Eftir áramót fékk hver árgangur að velja eina máltíð sem skyldi höfð á matseðli einhvern daginn til vors.
Lesa meira
14.03.2019
Undanfarin ár hafa heldri einstaklingar, afar og ömmur komið með reglulegum hætti í heimsókn í skólann til að hlusta á nemendur lesa. Verkefnið er kallað lestrarafar- og -ömmur og gefist reglulega vel. Nú eru átta til tíu einstaklingar sem sinna þessu sjálfboðaliðastarfi með sóma. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.
Lesa meira
08.03.2019
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag Safnahúsinu á Húsavík. Tíu ungmenni úr 7. bekk úr Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn og Öxarfjarðarskóla komu fram og fluttu mál sitt fyrir gesti.
Lesa meira
08.03.2019
Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 45% tilfella. Saman mæta foreldrar í 44% tilfella og 11% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 54% tilfella. Það fjölgar lítillega feðrum sem mæta einir og sömuleiðis að foreldrar mæti saman í viðtal.
Lesa meira
08.03.2019
Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2003 eða síðar) hefst í dag föstudaginn 8. mars og lýkur mánudaginn 12. apríl. Nemendur fengu afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina sent á lögheimili sitt. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.
Lesa meira
01.03.2019
Í vikunni fór fram skólasamkoma skólans. Þar frumsýndi sjöundi bekkur leikritið Annie í leikstjórn Ástu Magnúsdóttur og Karenar Erludóttur. Viðtökur voru mjög góðar og var fullt úr úr dyrum á samkomunni. Þess vegna hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvær aukasýningar næstkomandi mánu- og þriðjudag klukkan áttánhundruð.
Lesa meira
27.02.2019
Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin er fjölbreytt að vanda.
Lesa meira
25.02.2019
Bæði nemendur áttunda og tíunda bekkjar hafa verið að fjalla um flóttafólk í samfélagagreinum. Þá er unnið með skilgreiningar á hugtökum eins og kvótaflóttafólk, efnahagsflóttafólk og leitað skýringa á hvers vegna fólk er á flótta en um 60 milljónir manna eru á flótta víða á Jörðinni. Nemendur hafa kannað hvernig flóttafólk ferðast, hvar það leitar skjóls og hvert förinni er heitið.
Lesa meira
22.02.2019
Í gær fór fram undankeppni skólans vegna Stóru upplestrarkeppninnar. Verkefnið sjálft hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Fimmtán nemendur 7. bekkjar öttu kappi í upplestri. Það eru Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem standa fyrir keppninni á landsvísu en umsjón með verkefninu er í höndum skólaskrifstofa í hverju héraði.
Lesa meira
21.02.2019
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur tíunda bekkjar í morgun. Hann fjallar um það að vera ástfanginn af lífinu. Hann fer yfir ýmsar lífsreglur og hvernig fólk nær árangri og hvað einstaklingur gerir til þess að fá sem mest út úr tilverunni með sjálfan sig að vopni. Hann spjallar við nemendur um leiðtogafærni og sjálfsvirðingu.
Lesa meira