05.06.2019
Nemendur á öllum aldri voru duglegir að elda úti með heimilisfræðikennaranum. Þá er gengið upp í skógrækt, kveikt upp í og krásir bornar fram. En fyrir nokkrum árum var útbúin þar hugguleg aðstaða til útiveru og eldunar. Fyrir nokkru gaf Kvenfélag Húsavíkur hverskonar búnað til matreiðslu utandyra, s.s. pönnur, grillgrind, ketil og áhöld til verksins. Skólinn þakkar Kvenfélaginu kærlega fyrir gjöfina og minnir á hversu mikilvægt það er að eiga velunnara.
Lesa meira
03.06.2019
Síðastliðinn föstudag lauk skólaárinu 2018 – 2019 í Íþróttahöllinni síðla dags í sól og blíðu. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar komu saman til að hlýða á ræðu Þórgunnar Reykjalín skólastjóra, hitta umsjónakennarana sína og fá vitnisburð skólaársins.
Lesa meira
31.05.2019
Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hver og einn heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira
31.05.2019
Aðalfundur Foreldrafélags Borgarhólsskóla fór fram í vikunni en það hefur orðið ánægjuleg vakning í starfi félagsins. Endurkjörin í stjórn félagsins voru þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Huld Hafliðadóttir, Katrín Laufdal, Katrín Ragnarsdóttir og Rakel Dögg Hafliðadóttir. Kosning fór fram um fulltrúa foreldra í skólaráð skólans og hlutu þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigríður Hauksdóttir kjör í það.
Lesa meira
28.05.2019
Skóladagatal næsta skólaárs, 2019-2020 liggur fyrir og við hvetjum foreldra til að kynna sér það. Skólabyrjun er áætluð 26. ágúst. Haustfrí er ráðgert 21. – 22. október og Litlu jólin 20. desember.
Next years school calendar for 2019-2020 is available for viewing and we encourage parents to look at that. The school will start on the 26th of August. Winter vacation is on the 21st and 22th of October and we have the last day before Christmas break on the 20th of December.
Lesa meira
27.05.2019
Skólalok nemenda fyrsta til níunda bekkjar fara fram næstkomandi föstudag kl. 17:00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Kennarar afhenda námsmat skólaársins ásamt öðrum gögnum.
The ending of the schoolyear for student in first to ninth grade takes place this coming Friday at 5PM in the Sportshall next to Borgarhólsskóli. Students will have their assessment for this schoolyear.
Lesa meira
23.05.2019
Nýlega fóru nemendur í hvalaskoðun og siglingu um Skjálfanda í boði Norðursiglingar. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur í níunda bekk unnu að í tenglum við þessa vettvangsferð var ritunarverkefni og var blásið til ritunarsamkeppni. Verkefnið fólst í að rita Norðursiglingu þakkarbréf.
Sá nemandi sem sigraði þessa litlu og góðlátlega samkeppni var Aþena Marey Ingimarsdóttir.
Lesa meira
23.04.2019
Nemendur í 6. bekk lásu nýlega bókina Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Unnið var með efnið á fjölbreyttan hátt og var lokaverkefnið sérstaklega áhugavert. Nemendur unnu saman í hópum og bjuggu til sína eigin útgáfu af blokkinni og umhverfi hennar.
Lesa meira
12.04.2019
Undanfarin ár hafa nemendur í áttunda bekk kannað aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum fyrir fólk sem er í hjólastól. Við fáum lánaða tvo hjólastóla í Hvammi og skiptast nemendur á að aka sjálfir og hver öðrum um miðbæ Húsavíkur.
Lesa meira
12.04.2019
Nemendur fimmta bekkjar gengu í hús á Húsavík í marsmánuði til að safna fyrir ABC-barnahjálp. Alls söfnuðust 199.691 kr. sem er dágott. ABC-barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem stofnað var 1988 í þeim tilgangi að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp. ABC starfar í 8 löndum í Afríku og Asíu. Skjólstæðingar ABC eru þeir umkomulausu og markmiðið er að hjálpa þeim að lifa lífinu með reisn. Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Lesa meira