- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nemendur í 6. bekk lásu nýlega bókina Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Unnið var með efnið á fjölbreyttan hátt og var lokaverkefnið sérstaklega áhugavert. Nemendur unnu saman í hópum og bjuggu til sína eigin útgáfu af blokkinni og umhverfi hennar.
Einnig var unnið með persónur sögunnar og fóru miklar og skemmtilegar pælingar í gang. Nemendur unnu persónulýsingar í tölvu sem síðan var breytt í QR-kóða. Einn QR-kóði er á hverri hæð og með því að skanna kóðann fást upplýsingar um íbúana á hæðinni. Mjög skemmtilegt fyrir bæði nemendur og kennara.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |