- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Aðalfundur Foreldrafélags Borgarhólsskóla fór fram í vikunni en það hefur orðið ánægjuleg vakning í starfi félagsins. Endurkjörin í stjórn félagsins voru þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Huld Hafliðadóttir, Katrín Laufdal, Katrín Ragnarsdóttir og Rakel Dögg Hafliðadóttir. Kosning fór fram um fulltrúa foreldra í skólaráð skólans og hlutu þau Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Sigríður Hauksdóttir kjör í það.
Stjórn félagsins kynnti starfsemi þess, flutti skýrslu stjórnar og lagðar voru fram lagabreytingar á lögum félagsins. Þær helstar að fundurinn samþykkti að félagið innheimti árgjald sem nemur fimmtánhundruð krónum á hvert heimili. Fulltrúi skólans kynnti eineltisferla og verklag sem eru í endurskoðun, skóladagatal og heimasíðu skólans.
Fundurinn var vel sóttur enda mikil vakning meðal foreldra um mikilvægi starfsemi foreldrafélagsins.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |