- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Undanfarin ár hafa nemendur í áttunda bekk kannað aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum fyrir fólk sem er í hjólastól. Við fáum lánaða tvo hjólastóla í Hvammi og skiptast nemendur á að aka sjálfir og hver öðrum um miðbæ Húsavíkur.
Það er óhætt að segja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að aðgengi að þjónustu og verslun. Jafnframt í samgöngum utandyra varðandi niðurtekt á gangstéttum. Hinsvegar er ánægjulegt að segja frá því að sumstaðar hefur aðgengi fyrir hjólastóla verið stórlega bætt og til fyrirmyndar, s.s. við Safnaðarheimilið í Bjarnahúsi og útibúum bæði Íslandsbanka & Landsbanka. Sumsstaðar komast einstaklingar í hjólastól ekki inn með neinu móti hvort sem er með aðstoð eða ekki.
Sjá fleiri myndir HÉR.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |