- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Nýlega fóru nemendur í hvalaskoðun og siglingu um Skjálfanda í boði Norðursiglingar. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur í níunda bekk unnu að í tenglum við þessa vettvangsferð var ritunarverkefni og var blásið til ritunarsamkeppni. Verkefnið fólst í að rita Norðursiglingu þakkarbréf.
Sá nemandi sem sigraði þessa litlu og góðlátlega samkeppni var Aþena Marey Ingimarsdóttir.
Hvalaskoðun
Á miðvikudaginn þan 15. maí bauð Norðursigling unglingastigi Borgarhósskóla í hvalaskoðun. Við byrjuðum daginn á að mæta niður á bryggju og fórum upp í bátinn Garðar. Leiðsögumaðurinn sagði okkur frá hvernig maður vissi hvar hvalirnir voru. Við sáum marga hvali og sumir sáu lunda í fyrsta skipti. Þegar næstum öllum var orðið kalt var boðið upp á kakó og snúða. Það var mjög gott veður en samt smá kalt en ég held að allir hafi notið sín.
Ég vil þakka Norðursiglingu kærlega fyrir þessa yndislegu hvalaskoðunarferð.
Takk
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |