- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Hluti af skólastarfi og einn lykilþáttur þess er lýðræði. Einn lítill liður í því er að nemendur fá að velja hvernig matseðill skólans lítur út. Eftir áramót fékk hver árgangur að velja eina máltíð sem skyldi höfð á matseðli einhvern daginn til vors.
Nemendur fyrsta bekkjar völdu kakósúpu, sem þegar hefur verið framreidd. Stafasúpa þykir vinsæl hjá nemendum annars bekkjar enda þeirra val. Mjólkurgrautur og slátur er reglulega á matseðlinum en engu að síður valkostur þriðja bekkjar. Hvers konar kjúklingur er vinsæll en nemendur fjórða bekkjar völdu hið klassíska, kjúkling og franskar. Nýlega var boðið upp á Tikka Masala kjúklingarétt með naanbrauði en nemendur fimmta bekkjar völdu það á matseðilinn.
Sjöttu bekkingar völdu kjúklinganúðlurétt og nemendur sjöunda bekkjar óskuðu eftir langlokum með allskonar áleggi og grænmeti. Enn meiri kjúklingur en nemendur áttunda bekkjar völdu kjúklingasúpu og nemendur níunda bekkjar kjúklingatortillur. Að lokum völdu nemendur tíunda bekkjar mexíkóskan kjúklingarétt og hvítlauksbrauð. Annars erum við afskaplega stolt af mötuneytinu okkar.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |