- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Undanfarin ár hafa heldri einstaklingar, afar og ömmur komið með reglulegum hætti í heimsókn í skólann til að hlusta á nemendur lesa. Verkefnið er kallað lestrarafar- og -ömmur og gefist reglulega vel. Nú eru átta til tíu einstaklingar sem sinna þessu sjálfboðaliðastarfi með sóma. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir.
Um þessar mundir eru Kristjana Ketilsdóttir eða Jana, Sólveig Jónsdóttir eða Solla og Einar Sölvi Friðbergsson eða Einar húsvörður að leysa af í skólanum. Jana var lengi skólaliði sem og Solla sem starfaði sömuleiðis lengi sem stuðningsfulltrúi. Einar var einnig skólaliði og síðar húsvörður sem hann leysir nú af tímabundið.
Því má segja að Grái herinn sé virkjaður í Borgarhólsskóla sem er virkilega skemmtilegt, fullt af reynslu og gamalreyndu brosi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |