- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Umferðarlög tóku ákveðnum breytingum núna um áramótin. Skylda barna til að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar er færð í lög og nær nú til barna yngri en 16 ára í stað barna yngri en 15 ára. Það þýðir að allir nemendur skulu nota reiðhjólahjálm við hjólreiðar. Notkun snjalltækja er nú sömuleiðis bönnuð reiðhjólafólki á ferð.
Fleiri þættir í lögunum sem gætu varðandi nemendur okkar; ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða göngustíg skal að jafnaði notast við hjólastíga. Í slíkum tilvikum er aðeins heimilt að hjóla á gangstétt eða göngustíg á hraða sem er ekki meiri en eðlilegur gönguhraði.
Í umferðarlögunum er nú sérstaklega kveðið á um það að umferðarfræðsla skuli fara fram í grunnskólum. Ráðherra sem fer með fræðslumál ákveður að fenginni umsögn Samgöngustofu nánari tilhögun fræðslu og sveitarstjórnum ber að fræða almenning um þær sérreglur er gilda á hverjum stað. Skólinn mun skoða framkvæmd umferðarfræðslu í kjölfar þessara breytinga og gera breytingar er þörf er á.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |