- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Lestur er málræn aðgerð sem byggir á samspili margra þátta sem eru nauðsynlegir til að túlka og skilja ritmál. Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu æviárum barnsins. Því betri málþroska sem barn hefur, því betur er það í stakk búið til að takast á við lestrarnám. Foreldrar, kennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna gegna því mikilvæga hlutverki að undirbúa ung börn undir líf og starf í veröld sem gerir ráð fyrir því að flestir þjóðfélagsþegnar séu læsir og skrifandi.
Það er ýmislegt sem börnin lesa. Maggi á bókasafninu birtir gjarnan áhugaverðar tölfræðiupplýsingar um útlán á safninu. En það liggur nú fyrir hvaða bækur voru vinsælastar árið 2019 á bókasafninu okkar. Á toppnum er bókin 30 hættustulegustu dýrin (2014) með 53 útlán, þar á eftir Dagbók Kidda klaufa – svakalegur sumarhiti (2012) með 47 útlán og bókin Lára fer til læknis eftir Birgittu Haukdal (2018) vermir þriðja sætið með 42 útlán.
Hér er listinn yfir topp tíu í Borgarhólsskóla:
1. 30 hættulegustu dýrin / [texti Helgi Hrafn Guðmundsson]. (2014) – 53 útlán.
2. Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti / Jeff Kinney (2012)- 47
3. Lára fer til læknis / Birgitta Haukdal (2018) - 42
4. Spilaútlán - 41
5. Dagbók Kidda klaufa: ekki í herinn! 3 / Jeff Kinney (2011) - 35
6. Bestu karlarnir: fótbolti / [texti Björn Þór Sigbjörnsson og Illugi Jökulsson]. (2015) - 34
7. Skúli skelfir og Bína brjálaða / Francesca Simon (2013) - 33
8. Binna B. Bjarna: tjaldpartí / Sally Rippin (2018) - 32
9. Binna B. Bjarna: djúpa laugin / Sally Rippin (2018) - 32
10. 30 dýr í útrýmingarhættu / [texti Illugi Jökulsson]. (2015) - 32
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |