- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Undanfarin ár höfum við skráð kyn foreldra og aðstandenda í samtali heimilis og skóla. Konur mæta einar í viðtal í 41% tilfella. Saman mæta foreldrar í 47% tilfella og 12% feður einir. Það er breyting frá því í síðasta samtali þegar mæður mættu einar í 45% tilfella. Það fjölgar lítillega feðrum sem mæta einir og foreldrum fjölgar sem mæta saman í viðtal.
Það breytir því ekki að konur mæta í tæplega níu af hverjum tíu samtölum heimilis og skóla þar sem fer fram stöðumat á hverju barni. Segir m.a. í Aðalnámská grunnskóla: „Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna“.
Eins og fram kemur í grunnskólalögum bera foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna. Foreldrar gæta hagsmuna barna sinna og eiga að stuðla að því að þau stundi nám sitt. Foreldrar fylgist með námsframvindu barna sinna í samvinnu við þau og kennara þeirra og eiga að greina skólanum frá þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á námsframvindu, ástundun og hegðun. Foreldrar skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |